8/19/13
MENNINGARNÓTT Á HJALTEYRI
Sunnudaginn 25. ágúst

AUÐUR JÓNSDÓTTIR / KRISTÍN EIRÍKSDÓTTIR / ANGELA RAWLINGS / ÞÓRARINN LEIFSSON / AUÐUR ANNA KRISTJÁNSDÓTTIR / SÍTA VALRÚN 

Verksmiðjan á Hjalteyri / 25.08 2013 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri http://www.verksmidjan.blogspot.com/
Opnun tveggja myndlistarsýninga klukkan 16:00.

Kristín Eiríksdóttir opnar sýningu, unna upp úr ljóðum og öðrum verkum hennar.
Á sama tíma opna Auður Anna Kristjánsdóttir og Síta Valrún sýninguna Tunglsýki.

Upplestrar og gjörningur byrja kl. 17:00.

Kristín Eiríksdóttir les úr Hvítfeld, Þórarinn Leifsson les úr handriti á lokastigum: Maðurinn sem hataði börn, Auður Jónsdóttir les úr Ósjálfrátt, Angela Rawlings fer með gesti í Hljóðagöngu.Menningarnótt á Hjalteyri


Orð og myndir í verksmiðjunni á Hjalteyri sunnudaginn 25 ágúst. Teiknandi rithöfundar og skrifandi myndlistarmenn mæta að sunnan til að mála verksmiðjuna rauða á menningarnótt Hjalteyrar. Gestir Verksmiðjunnar að þessu sinni: Angela Rawlings, Auður Jónsdóttir, Kristín Eiríksdóttir, Þórarinn Leifsson, Auður Anna Kristjánsdóttir og Síta Valrún. Dagskráin hefst í Verksmiðjunni með sýningaropnun kl. 16 :00 en endar kl. 20:00 að loknum upplestri skáldanna og gjörningi. Á eftir býður Auður Jónsdóttir upp á stutt kaffispjall fyrir áhugasama um skapandi skrif.

Menningarnótt á Hjalteyri hefst sunnudaginn 25. ágúst 2013, kl. 16:00 og stendur til kl. 20 :00 í Verksmiðjunni á Hjalteyri.

Koma listamannanna og sýningin eru styrkt af, Menningarráði Eyþings og Ásprent en
bakhjarlar Verksmiðjunnar á Hjalteyri eru CCPgames, Bústólpi og Hörgársveit.

Nánari upplýsingar veitir Gústav Geir Bollason veroready@gmail.com verksmidjan.hjalteyri@gmail.com og í síma: 4611450 6927450 Verksmiðjan á Hjalteyri
Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð