6/8/08


Stofnendur:

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, myndlistarmaður búsett í Freyjulundi, 601 Akureyri. Hefur unnið við myndmenntakennslu á öllum skólastigum, safnaleiðsögn, námskeiðshald, fyrirlestra og gallerírekstur. Hefur staðið fyrir 80 menningarviðburðum "á slaginu sex". Varaformaður Myndlistarfélagsins. Er á starfslaunum listamanna.

Arna Valsdóttir, myndlistarmaður og tónlistamaður, búsett á Akureyri. Hefur unnið myndbands- og hljóðinnsetningaverk. Hefur unnið við myndlistarkennslu á öllum skólastigum, námskeiðshald, fyrirlestra og tónlist.

Gústav Geir Bollason er myndlistamaður búsettur á Hjalteyri. Vinnur með teikningar og kvikmyndatengd málverk. Hann hefur starfað við kennslu í barnaskóla og framhaldsskóla, unnið við námskeið og haldið fyrirlestra. Er á starfslaunum listamanna.

Hlynur Hallsson, myndlistarmaður, búsettur á Akureyri. Hefur kennt myndlist á framhaldsskóla- og háskólastigi. Hefur skipulagt sýningar og staðið í blaðaútgáfu og rekið sýningarstaði. Formaður Myndlistarfélagsins. Í stjórn Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar. Er á starfslaunum listamanna.

Jóna Hlíf Halldórsdóttir, myndlistarmaður, búsett á Akureyri. Hefur starfað við listasafnið á Akureyri, hefur umsjón með gestavinnustofunni í Listagilinu og hefur unnið við sýningarstjórn og rekur galleríBOX. Er varastjórnandi í Myndlistafélaginu.

Þórarinn Blöndal, myndlistarmaður, búsettur á Akureyri. Hefur unnið við leikhús, við uppsetningu sýninga og haldið námskeið. Meðstjórnandi í Myndlistafélaginu.

Nicolas Moulin er franskur myndlistamaður sem býr og starfar í Berlín. Vinnur með ljósmyndir, vídeó og skúlptúr innsetningar. Hann hefur fengist við kennslu á háskólastigi, haldið fyrirlestra og er einn af stofnendum « MARS » listamiðstöðvar í Berlín. Er einn af listamönnum í gallerí chez Valentin – París galleriechezvalentin.com

Clémentine Roy er frönsk myndlistakona sem býr og starfar í Berlín. Vinnur með kvikmyndir, ljósmyndir og líkön. Hún er einn af stofnendum «MARS » listamiðstöðvar í Berlín.

Véronique Legros er frönsk/belgísk myndlistakona búsett á Hjalteyri. Vinnur með ljósmyndir. Hún hefur fengist við námskeiðahald og starfað við kennslu. Er fastráðinn kennari við Listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri.

Jan Voss, búsettur í Amsterdam og á Hjalteyri, kennsla við listaháskóla víða um heim, fyrirlestrar, rekur bókverkabúðina Boekie Woekie og gallerý í Amsterdam, bókaútgefandi og prentari, náinn samstarfsmaður Dieter Roth, vel þekktur í Þýskalandi, Hollandi, Íslandi og Bretlandi, 40 ára reynsla af myndlist.

Rúna Þorkelsdóttir, búsett í Amsterdam, Reykjavík og á Hjalteyri, kennsla á grunnskólastigi, fyrirlestrar, rekur Boekie Woekie og gallerý í Amsterdam, bókaútgefandi og prentari, náinn samstarfsmaður Dieter Roth, 30 ára reynsla af uppsetningum stórra alþjóðlegra sýninga.

Henriette van Egten, búsett í Amsterdam og á Hjalteyri, rekur Boekie Woekie og gallerý í Amsterdam, bókaútgefandi og prentari, náinn samstarfsmaður Dieter Roth, 35ára reynsla af alþjóðlegu sýningarhaldi, gerð heimildamynda.

Kristján Guðmundsson, búsettur í Reykjavík og á Hjalteyri, einn af Íslands virtustu myndlistamönnum í 40 ár, kennsla við listaháskóla, fyrirlestrar, oft fengið starfslaun ríkisins og viðurkenningar, vel þekktur á norðurlöndunum, setið í ráðgjafanefndum.

Jón Laxdal Halldórsson, búsettur í Freyjulundi 601 Akureyri, kennsla í barnaskóla og myndlistaskóla, fyrirlestrar, námskeiðshald, ljóðskáld, bókaútgefandi og prentari, 28 ára reynsla af upphengingum sýninga, starfsmaður Listasafnsins á Akureyri frá stofnun, starfslaun frá Akureyrarbæ og ríkinu, staðið fyrir menningarviðburðum í 28 ár, virkur þátttakandi í uppbyggingu Listagilsins frá upphafi.

Arnar Ómarsson


Lene Zachariassen