

2.-23 ágúst 2008 START
2. ágúst 2008 kl. 14:00
Opnun á myndlistarsýningunni START í Verksmiðjunni
Þátttakendur:
Alexander Steig, Þýskalandi
Arna Valsdóttir, Íslandi
Boekie Woekie, Hollandi
Kristján Guðmundsson, Íslandi
Magnús Pálsson, Íslandi/Bretlandi
Nicolas Moulins, Frakklandi/ Þýskalandi
Sigga Björg Sigurðardóttir, Íslandi/Skotlandi
LISTASMIÐJUR
Listasmiðja barna og foreldra 3.ágúst 2008
Í þessari listasmiðju er lögð áhersla á að kenna þátttakendum að lesa umhverfi sitt og nýta til listsköpunar. Hjalteyrin er kjörlendi uppgötvana og ævintýra, sem þegar grannt er skoðað getur verið frábær útgangspunktur sköpunarferlis. Öll þekkjum við fjársjóðsleitina í fjörum landsins og í yfirgefnum verksmiðjum en í þessari smiðju fá börn og foreldrar innsýn í heim listarinnar með eigin uppgötvanir að leiðarljósi.
Listasmiðja barna 9-10. ágúst 2008
Hér er um að ræða þrjár smiðjur með leiðsögn þriggja ólíkra listamanna.
Áhersla er lögð á að vinna með fjölbreytt efni og með ólíkum aðferðum. Þannig geta þátttakendur valið sér miðil eftir áhugasviði og getu í samráði við leiðbeinendur.
Þema smiðjunnar er framtíð, fegurð, samvinna. Hóparnir vinna með þessi þrjú hugtök í sitt hvoru lagi og koma svo saman í lok listasmiðjunnar sem eitt verk.
GRASRÓT 2008
20. september - 12. október 2008
ferskustu ræturnar í íslenskri myndlist, í samvinnu við Nýlistasafnið
Stefnt er að því að sýningin opni sömu helgi og Sjónlistahátíðin stendur yfir. Grasrót hefur áunnið sér sess sem árleg sýning framsæknustu myndlistarmanna yngstu kynslóðarinnar. Nýlistasafnið hefur haft veg og vanda af þessum sýningum og í fyrsta skipti er stefnt að því að sýningin fari fram utan höfuðborgarsvæðisins, í Verksmiðjunni á Hjalteyri.
Verksmiðjan
Menningarmiðstöð á Hjalteyri
Neðst á Hjalteyri // 601 Akureyri // 4611450 // http://www.verksmidjan.blogspot.com
Forsvarsmaður Gústav Geir Bollason 4611450