NICOLAS MOULIN
Warmdewar er kvikmynd, upphaflega unnin sem vídeó en þar næst færð yfir á 16mm filmu. Myndin sem tekin var á Íslandi árið 2006 í félagi við þýska leikarann og tónlistarmanninn Ghazi Barakat, er 20min. « fiction » án tals sem sýnir manneskju reika um í manngerðri auðn og landslagi í vonlausri leit að lífsmarki. Tökur fór fram við Eyjafjörðinn, í gömlu verksmiðjuhúsunum á Hjalteyri sem og í fjörunni á Ólafsfyrði. Tæknibrögðin eru hlutar arkitektúrs – þeir eiga meðal annars rætur sínar að rekja til ónýtrar hótelbyggingar í Norður Kóreu og steypustykkja úr fyrrum málmbræðslu í St Nazaire (Frakklandi)- sem hefur verið bætt við eða ,skeytt, inn í það sem fyrir er og umhverfa þannig landslaginu í yfirgefna « eyju » leyndardóma úr framtíð. Þetta verk, framkvæmt fyrst og fremst með það í huga að búa til kvikmynda « object » fremur en bíómynd í hefðbundnum skilningi, hefur öllu athyglisverðari návist sem innsetning í rými en varpað upp á tjald í bíósal. Þannig hefur það sýnar vísanir í kvikmyndasöguna, þær myndir sem við alla jafnan nefnum « B » en líka þá gerð sem við kennum við « tilraunir ». Þau áform að sýna það í verksmiðjuhúsinu á Hjalteyri, staðnum þar sem það varð first til og er hin upphaflega kveikja þess kunna að verða forvitnileg í þeirri hringiðu mynda eða kviksjá sem það er. Aukinheldur munum við geta reitt okkur á að leikarinn verður á staðnum og gestir úr næsta nágrenni munu í upplifuninni geta reynt að þekkja aftur þætti úr hinu umlykjandi landslagi sem þeir eiga leið um dagsdaglega.