7/12/08

BOEKIE WOEKIE

Boekie Woekie er bókabúð í Amsterdam sem hefur verið starfrækt síðan 1986 og leggur aðaláherslu á bækur sem myndverk.Stofnendur hennar allt starfandi myndlistarmenn, eru: Henrietta van Egten, Pétur Magnússon,Kees Visser, Jan Voss, Saskia de Vriendt og undirrituð. Öll höfðum við gefið út bækur í litlumupplögum, Jan átti Rótaprentvél í kjallaranum hjá sé, svo við hófum framleiðslu á fullu. Fyrstu árin urðu þó nokkrar breytingar. Fólk hvarf til annarra verkefna og jafnvel til annarra landa. Síðustu tíu árin hefur Boekie Woekie verið rekið af Henriettu van Egten, Jan Voss og undirritaðri. Boekie Woekie er kannski engin bókabúð í venjulegum skilningi. Við aðstandendur hennar lítumá bókabúðina sem meginverk í listsköpun okkar. Þetta er okkar skúlptúr sem við höfum ferðastmeð og endurskapað í nýju umhverfi vítt og breytt um Evrópu. Hún er listaverk út af fyrir sig, verk þeirra sem eiga hana. Það sem Boekie Woekie sýnir núna í verksmiðjunni á Hjalteyri eru bækur ásamt prentplötunum, en þar byrjar hið eiginlega ferli. Hver litur er teiknaður beint á pappírsplötuna án nokkurra tæknilegrahjálpartækja og köllum við þetta því “original”grafík, þar sem unnið er beint í prentvélina á ljósaborði. Verkið hefur því þá sérstöðu að verða sjálfstætt verk en ekki margfeldi af einhverju sem fyrir er. Er hér því hægt að sjá hvernig okkar bækur verða til, frá teikniborðinu og þar til hún er innbundin.