9/2/08

GRASRÓT 2008


Fimm ungir listamenn taka þátt í Grasrót 2008

Sýningin Grasrót 2008 verður þetta árið sett upp í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Grasrótarsýningarnar hafa nú þegar unnið sér sess sem sýnishorn af því áhugaverðasta sem ungir og upprennandi listamenn eru að fást við. Hingað til hafa grasrótarsýningarnar verið í Nýlistasafninu að þessu sinni verður breyting þar á. Verkefnið unnið í samvinnu Verksmiðjunnar við Nýlistasafnið og Sjónlist. Sýningin Grasrót 2008 opnar laugardaginn 20. september 2008 en um þá helgi verða Sjónlistarverðlaunin afhent á Akureyri.

Fimm listamenn hafa verið valdir til að taka þátt í Grasrót 2008i og þau eru Björk Viggósdóttir, Guðmundur Vignir Karlsson (Kippi Kaninus), Halldór Ragnarsson, Jeannette Castioni og Jóna Hlíf Halldórsdóttir.

Þau komu öll í Verksmiðjuna á Hjalteyri í síðustu viku til að skoða aðstæður og leggja drög að spennandi verkum sem þau munu setja upp. Þórarinn Blöndal er sýningarstjóri Grasrótar 2008.

Björk Viggósdóttir er fædd 1982 á Akureyri og býr og starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist af myndlistarbraut Listaháskóla Íslands 2006.
Nánari upplýsingar á:
http://bjorkbjork.blogspot.com
http://www.myspace.com/bjorkbjork

Guðmundur Vignir Karlsson (Kippi Kaninus) er fæddur 1978 í Reykjavík og býr og starfar þar. Hann nam myndlist og tónlist við Het Koninklijk Conservatorium í Haag og lauk þaðan námi 2007.
Nánari upplýsingar á:
http://www.kippikaninus.com

Halldór Ragnarsson er fæddur í Reykjavik 1981. Hann býr og starfar í Reykjavík. Hann lærði heimspeki við Háskóla Íslands og nam myndlist við Listaháskóla Íslands og lauk þaðan námi 2007. Hann var gestanemi við Hochschule der Künste í Berlín 2005-2006.
Nánari upplýsingar á:
http://hragnarsson.com
http://www.myspace.com/mariomuskat

Jeannette Castioni er fædd í Verona á Ítalíu 1968 og býr og starfar þar og í Reykjavík. Hún útskrifaðist úr málaradeild listaakademíunnar í Bologna 2002 og frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands 2006.
Nánari upplýsingar á:
http://www.hivenet.is/terra/jeannette

Jóna Hlíf Halldórsdóttir er fædd í Reykjavík 1978 en býr og starfar á Akureyri. Hún útskrifaðist af myndlistardeild Myndslistarskólans á Akureyri 2005 og stundaði framhaldsnám í Glasgow School of Art 2005-2007.
Nánari upplýsingar á:
http://www.jonahlif.com

Verksmiðjan: http://www.verksmidjan.blogspot.com
Nýlistasafnið: http://www.nylo.is
Sjónlist: http://www.listasafn.akureyri.is
Nánari upplýsingar veita Þórainn Blöndal 899 6768 og Hlynur Hallsson 659 4744



Björk Viggósdóttir (f.1982) útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2006. Hún hefur tekið þátt í sýningum á vegum gallerý i8 , í Klink og Bank, Safni, Kirkjuhvoli, Bank Academy í Frankfurt, Kling og Bang, Dionysia project í samvinnu við Nýhil, tvem sýningum í Listasafni Einars Jónssonar og Sequenses. Hún hefur gert heimildarmynd fyrir Reykjarvíkurborg um Götuleikhúsið og hljóðverk. Gefið út geisladisk frá Smekkleysu með hljómsveitinni Lúna. Björk gerði 12 video verk fyrir leikritið „Bakkynjur" í Þjóðleikhúsinu. Hún hefur unnið með nútíma klassískum tónskáldum,frá Ítalíu, íslandi og bandaríkjunum.
Björk Viggósdóttir var einn af Dungal verðlaunahöfum 2008.
Hún var ein af sex myndlistarmönnum til að hljóta dvöl í Millay Colony for the arts í New York 2008 og hún dvaldi í 1 international open art residency í júní 2008 í Grikklandi.
Næstu sýningar verða grasrót, Sequenses, Monkey Town, Chelsea Museum og Listahátíð 2009.
http://bjorkbjork.blogspot.com/




Guðmundur Vignir Karlsson er fæddur í Reykjavík 1978 og bjó fyrstu árin í Hafnarfirði. Því næst tók við útlegð í Menntaskólanum á Laugarvatni þar sem hann kynntist tónlist, kórsöng og ýmsu sem fylgt hefur alla tíð síðan. Guðfræðideild Háskóla Íslands var heimsótt og þaðan lokið BA gráðu. Síðastliðin 8 ár hefur GVK kallað sig Kippi Kaninus og þá fengist við tilraunakennda raftónlist, gefið út fjórar plötur og spilað einn og með öðrum, utan og heima. Sem tilraun til að sameina áhugann á sjónlistum og tónlist, skráði hann sig í Image and Sound nám í Konservatoríinu í Haag í Hollandi og lauk þaðan MA gráðu árið 2007. Vekin sín hefur hann sýnt aðallega í Hollandi en einnig á tvíæringi í Carrara á ítalíu, Kirkjulistahátíð í Reykjavík og Listasafni Árnesinga, einnig tekur hann þátt í Sequences hátíðinni í Reykjavík í október.



Halldór Ragnarsson sýnir verkið Irdó í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Verkið samanstendur af teikningum, málverkum og textum Halldórs og er beint framhald af vinnu hans með orðum, sem hefur skipað stóran sess í myndlist hans undanfarin tvö ár.
Halldór Ragnarsson er fæddur í Reykjavík 1981 og stundaði hann nám í heimspeki við Háskóla Íslands áður en hann fór í myndlist í Listaháskóla Íslands þar sem hann útskrifaðist vorið 2007. Hann hefur haldið einkasýningar, bæði hér heima og erlendis, ásamt því að hafa tekið þátt í nokkrum samsýningum. Halldór var meðlimur og einn af stofnendum hljómsveitarinnar Kimono (2001-2007) sem gaf út þrjár plötur hjá Smekkleysu en í dag er hann meðlimur í hljómsveitinni Seabear sem er gefin út af þýska útgáfufyrirtækinu MORR music. Einnig gaf Halldór út ljóðabókina Öreindir af lúsinni vorið 2004. 





Jeannette Castioni, ég útskrifaðist frá LHÍ árið 2006, áður stundaði ég nám við Akademíuna í Bologna, og einnig nám í forvörslu í Flórens. Í byrjun 2008 ákvað ég að skrá míg í Ma.Phil. í listasögu við Háskólann í Verona á Ítalíu. Í aukna- blikinu er ég að kenna málunartækni sem stundakennari við LHÍ.
Frá árinu 1999 hef ég haldið sýningar á Ítalíu, í Verona og Turin og frá 2004 hér á Íslandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og Rússland. Ásamt tímabundnum innsetningum hef ég unnið með ljósmyndarannsóknir og video viðtöl um ástand unglinga í Nuuk, Grænlandi þar sem ég dvaldi og hélt vinnustofu. Ásamt skólanum í Nuuk var ég að vinna með Silamiut leikhúsinu þar sem tekið upp var ferli við leiksmiðju með Makka Kleist, aðal leikara og stjórnanda leikhússins. Heimildarmynd um listsköpunarferli í meðferðarheimili fyrir „outsiders“ einstaklinga á Ítaliu er annað verkefni sem ég tók að mér, fyrir tveimur árum, með tilvitnun í listakonuna sem sér um deildinna Piera Legnaghi, ásamt ferli hennar.
Tæknin sem ég nota eru oft blönduð og innihaldið tengist hugsuninni og skilaboðunum sem eru gefin í hvert skipti, frá ljósmyndum, innsetningum, lífrænum efnum og líðandi tíma.



Jóna Hlíf Halldórsdóttir(1978) er fædd í Reykjavík en býr og starfar á Akureyri. Hún útskrifaðist með Diploma frá Myndlistarskólanum á Akureyri árið 2005 og með Mastersgráðu í myndlist frá Glasgow School of Art árið 2007.
Jóna Hlíf vinnur með ýmsa miðla, s.s. vídeó, skúlptúr, bókverk og ljósmyndir. Stór hluti verka hennar eru svo textaverk, sem eru oftar en ekki nokkuð djarfar yfirlýsingar, setningar sem lýsa tómhyggju og eru einskonar stuðandi lógó, orð sem stinga. Þessar setningar virðast auðmeltar við fyrstu sýn en leita svo á mann, etv. líkt og auglýsinga-lógó, sem hreiðra um sig í undirmeðvitund okkar.
Verk Jónu Hlífar eru persónuleg úrvinnsla hennar á upplifunum úr daglega lífinu, sem hún útfærir gjarnan í formi myndmáls sem tengist götulist. Verkin eru gjarnan óræð og hafa yfir sér hráan blæ, sum unnin úr fjöldaframleiddum efnum, önnur handgerð af listamanninum. Það sem sameinar þau er tenging við mannslíkamann og sálina, sem talið er að hvíli þar í einhverju hólfi sem sést þó ekki á röntgenmynd. Sum verka Jónu Hlífar eru performans-verk í formi vídeó eða ljósmynda, önnur eru textaverk sem visa í viðbrögð og breytingar mannslíkamans og í enn öðrum verkum er áhorfandanum boðið að taka þátt í verkinu með því að ganga inn í strúktúra, sem kalla á upplifun á tengslum sálar og líkama; sem vekja hugsanlega upp spurningar um hvað okkur skortir, hvar í líkamanum við staðsetjum þann skort og hvaða aðferðum við beitum til að fylla upp í tómið. 
Verk Jónu Hlífar Halldórsdóttur hafa verið sýnd nokkuð víða: Listasal Mosfellsbæjar (2008), 101 Gallery í Reykjavík (2008), Listasafnið á Akureyrar (2007), Kunstraum/Wohnraum á Akureyri (2006), Kunstvlaai í Amsterdam (2006),  Tramway, Glasgow (2007, útskriftarsýning) og A Cabine do Amador í Lissabon. Framundan eru sýningar Jónu Hlífar í D-sal Listasafns Reykjavíkur, Hafnarhúsi, Gallerie de Aanschouw, Rotterdam og LES Gallery, Vancouver.
Auk starfa sinna sem myndlistarmaður stýrir Jóna Hlíf sýningum á VeggVerki og í Gallerí Ráðhús á Akureyri, auk fleiri myndlistartengdra starfa. 
Nánari upplýsingar um Jónu Hlíf Halldórsdóttur:
www.jonahlif.com