8/19/13Verksmiðjan á Hjalteyri býður yður á Menningarnótt 25. ágúst. Hún hefst með opnun tveggja myndlistarsýninga klukkan 16 :00. Kristín Eiríksdóttir opnar sýningu, unna upp úr ljóðum og öðrum verkum hennar. Á sama tíma opna Auður Anna Kristjánsdóttir og Síta Valrún sýninguna Tunglsýki. Upplestrar og gjörningar byrja klukkan 17 :00. Kristín Eiríksdóttir, Þórarinn Leifsson , Auður Jónsdóttir lesa úr verkum sínum og Angela Rawlings fer með gesti í Hljóðagöngu.