8/19/09


Strandsigling

                       Verksmiðjan á Hjalteyri. 

Laugardaginn 22 ágúst  kl. 20 :00 mun írska kvikmyndagerðarkonan Moira Tierney sýna og fjalla um kvikmyndir sínar í Verksmiðjunni á Hjalteyri. 

Moira Tierney stundaði nám í Dublin og París en fluttist að því loknu til New York þar sem hún starfaði með Jonas Mekas við Anthology Film Archives. Hún er stofnfélagi í SOLUS collective  fyrir tilraunakvikmyndir sem hefur bækistöðvar sínar í Dublin og er þáttakandi í væntanlegri sýningarferð þeirra um Írland, Egyptaland, Túnis og Mauretaniu á haustdögum 2009. 
 
 

Kvikmyndir Moiru Tierney eru fyrst og fremst teknar á Super-8mm og 16mm filmur; þær eru mannlýsingar úr þéttbýlinu og viðfangsefnin jafn fjölbreytt sem  samfélag Förufólks á Írlandi til Haitískra aðgerðarsinna í New York til Snáka og Magadansara til Franskra sirkusa til Rússneskra  sundkappa til veggmynda í Bronx til Max Roach og Cecil Taylor « in the house »…….. í Verksmiðjunni mun Moira segja frá og sýna úrval stuttmynda frá síðustu tíu árum, viðburðinn nefnir hún strandsiglingu.

www.moiratierney.net

www.soluscollective.org 

Í Verksmiðjunni á Hjalteyri stendur nú ennþá yfir sýningin Kvörn sem er samsýning stofnenda Verksmiðjunnar. Sýningin er opinn um helgar frá 14:00 til 17:00, einnig er hægt að komast að samkomulagi um að fá að sjá hana utan sýningartíma. Laugardagurinn 22 ágúst er lokadagur sýningarinnar.