7/24/09

K v ö r n


Jóna Hlíf Halldórsdóttir


Laugardaginn 1. ágúst kl. 15.00 opnar sýningin Kvörn í Verksmiðjunni á Hjalteyri.
Á sýningunni eru verk eftir stofnendur Verksmiðjunnar og einn gest.Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Arnar Ómarsson, Arna Valsdóttir, A.P.E. , Clémentine Roy,
Gústav Geir Bollason, Hlynur Hallsson, Jón Laxdal, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Knut Eckstein,
Lene Zachariassen, Véronique Legros, Þórarinn Blöndal.

Átök um yfirráðin standa enn……. Á sama tíma og endurmatið á gildum samfélagsins og menningarinnar fer fram í rústum gjaldþrota hlutaveltunnar, bæði andlega og efnislega.

Hlutir sem við sjáum í rými sem geymir þá, geta þeir tilheyrt okkur á okkar stað, ef að einhver annar beinir samtímis athygli sinni að þeim og gerir þannig tilkall til þeirra? Þetta megum við oft reyna – meðvitað/ómeðvitað – við margvíslegar aðstæður, en ekki er gott að átta sig á því af hverju samkeppni ætti að skapast á milli þeirra sem líta sömu hlutina augum. Það ber þó gjarnan við þegar mat á gildi þeirra og merkingu bætist við, sem tekur til þess hæfileika að sundurgreina og fella dóma um gildið. Um gildi hvers sem vera skal og þar með hefst oft ójöfn aðgreining þess sem telst skipta einhverju máli. Það kann að vera einhver lausn á þessari togstreitu þegar við náum að beina augum okkar að raunveruleikanum eins og hann er. Það að takast sameiginlega á við hindranir, ekki eingöngu við að sjá þennan raunveruleika, heldur skynja það sem er handan auðkenndra forsenda hans (þess sem blasir við). Við þurfum því að öðlast einhvern sameiginlegan skilning á því hvernig við hugsum og metum gildi hlutanna. Til þess þarf einhvern einn hvarfpunkt sem leyfir að út frá honum byggist upp sameiginlegt perspektív. Það má jafnframt taka með í reikninginn og minnast þá allra þeirra óbugandi huglægu viðhorfa, tilfinninga, skynjana, hugsana og framsetninga sem hvert okkar, sem af sjálfu sér, veit, hefur og þarf að fást við með eigin dómgreind, og um leið, mati á öllu því sem einhverju kann að varða.
Hvernig er best að finna þennan hvarfpunkt? Hann gæti leitt aftur til grundvallaratriða og orðið upphaf endurmats. Í bókstaflegri merkingu er hugmyndin sú að finna upp hjólið að nýju.

Um þessar mundir er liðið tvö ár síðan hópurinn lagði af stað með fyrirætlanir um blómlegt menningarlíf í gömlu Verksmiðjunni á Hjalteyri.
Ekki verður annað sagt en vel hafi tekist til og listáhugafólk verið duglegt að leggja leið sína á fjölbreitilega viðburði.
Verksmiðjan hefur öðlast nýtt líf í hugum fólks og möguleikarnir óendanlegir.

Sýningin stendur til 22. Ágúst og er opin um helgar frá kl. 14.00 - 17.00.
verksmidjan.blogspot.com

Nánari upplýsingar gefur Hlynur Hallsson í síma 659-4744 eða Gústav Geir Bollason í síma 461-1450