6/9/09

SIRKUSINN SHOEBOXTOUR


Verksmiðjan á Hjalteyri kynnir sýningarhópinn Shoeboxtour sem samanstendur af heimsþekktum sirkuslistamönnum, þau eru á ferð um landið og sýna ljóðrænan spennandi sirkus. Leikið er undir af raftækjum, unnið með form og ætla þau að spinna af fingrum fram á Hjalteyri. Með þeim í för eru einnig sirkuslistamenn frá Finnlandi sem að ætla að taka þátt í þessum spuna og frá Reykjavík koma tveir alíslenskir töframenn.
Sýningin verður laugardaginn 13. júní og hefst kl. 21:00, enginn aðgangseyrir.