7/2/13

Útúrdúr / Endemi


Útgáfurnar Útúrdúr og Endemi munu í sameiningu standa fyrir viðburði í Verksmiðjunni á Hjalteyri þann 6.7 2013.

Þar verða kynnt íslensk listtímarit ásamt fleirri smærri útgáfum og fansínum og mikilvægi útgáfu listrænna bóka og bókverka gerð skil á Íslandi í dag. 

Endemi er sjónrit um íslenska samtímamyndlist. Markmið tímaritsins eru að skapa tvívíðan vettvang fyrir samtímalist, brúa bilið milli almennings og myndlistar, og rýna í kynjaójafnvægi í lista- og menningarumfjöllun á Íslandi í dag. Endemi er enn fremur gallerí eða sýningarrými því hverju tölublaði er sýningarstýrt líkt og þrívíðu galleríi nema hér er um að ræða tvívítt rými.
Að tímaritinu standa ungar konur með ólíkan bakgrunn. Í hópnum eru myndlistarmenn, mannfræðingar, listfræðingur, framleiðandi, ljóðskáld, myndskreytir og mæður svo fáein hlutverk séu nefnd. Endemi er ekki aðeins spennandi vettvangur fyrir myndlistarmenn að koma verkum sínum á framfæri heldur verður það einnig heimild um íslenska listasenu.http://endemi.is/Útúrdúr hefur verið partur af íslensku menningarlífi í 6 ár. Starfsemin stendur fyrir ýmsum menningartengdum viðburðum í húsnæði sínu á Hverfisgötu ásamt því að kynna og selja fjölbreytt áhugavert lesefni í Útúrdúr búð; ýmis rit og bækur, bæklinga, plaköt, bókverk og fjölfeldi . Útúrdúr er einnig útgáfa og vettvangur þar sem listamenn geta komið útgáfu sinni og list á framfæri og er virkur sýningar og framleiðslustaður með þátttöku í viðburðum á ólíkum stöðum. www.uturdur.blogspot.com