9/8/10

HJÓLABRETTAFÉLAG AKUREYRAR


Verksmiðjan á Hjalteyri

Setningarhátíð Hjólabrettafélags Akureyrar
11. – 12. september 2010
Laugardaginn 11. septeber kl. 13:00 og fram eftir degi
Sunnudaginn 12. septeber kl. 13:00 og fram eftir degi
verksmidjan.blogspot.com
http://www.facebook.com/event.php?eid=147755401912876

Setningarhátíð Hjólabrettafélags Akureyrar verður haldin í Verksmiðjunni á Hjalteyri laugardaginn 11. september. Hátíðin/Sessionið byrjar kl 13:00 og verður eitthvað fram eftir degi.
Á staðnum verða pallar, rail, box og fullt af dóti til að renna sér á.
Markmið félagsins er að kveikja aðeins í bæjaryfirvöldum/sveitarstjórnum og sýna hvað þessi íþrótt er stór hérna á Akureyri og í nágrenni.
Við verðum með undirskriftalista fyrir innanhúss aðstöðu hjólabrettamanna á Akureyri á staðnum og vonum að sem flestir sýni okkur stuðning.
Opið fyrir alla og endilega komið með sem flesta til að sýna stuðning.
Á staðnum verða sýndar brettaljósmyndir og myndbönd
Komið og deilið góðum tíma áður en veturinn skellur á!

Nýstofnað Hjólabrettafélag Akureyrar
Nánari upplýsingar veitir Elvar Örn Egilsson, formaður Hjólabrettafélagsins 6163044

Menningarráð Eyþings styrkir Verksmiðjuna á Hjalteyri.