6/24/12

FJÖGUR TILBRIGÐI VIÐ STEMNINGU
Listamennirnir Elvar Már Kjartansson, Hanna Christel Sigurkarlsdóttir, Helgi Örn Pétursson og Þórunn Eymundardóttir helga sér rými í Verksmiðjunni á Hjalteyri nú í lok júní þegar sýningin þeirra Fjögur tilbrigði við stemningu opnar, nánar tiltekið fimmtudaginn 28. júní kl. 17:00
Listamennirnir hafa unnið marg oft saman að ýmsum verkefnum, m.a. sýningum, kennslu og tónleikum. Listamennirnir vinna í fjölbreytta miðla og sýningin mun saman standa af skúlptúrískum verkum sem kallast á hvert við annað. Ljós og hljóð eru inngróinn hluti af verkunum, binda þau saman í eins konar innra samtali í víðum geimi Verksmiðjunnar.
Sýningin er opin alla daga nema mánudaga 14 - 17 og stendur til 29. júlí

Frekari upplýsingar gefur Þórunn Eymundadóttir í s. 869 5107