7/26/11



KVELDÚLFUR – sjónsuða
Verksmiðjan á Hjalteyri fyllist af lífi næstkomandi laugardag, þann 30. júlí, þegar sýningin Kveldúlfur - sjónsuða verður opnuð. Þetta er samsýning nokkurra ungra
myndlistarmanna og hönnuða sem flest eiga það sameiginlegt að hafa tiltölulega nýlokið listnámi sínu.

Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru:

Baldvin Einarsson
Bergur Anderson
Bryndís Björnsdóttir
Darri Úlfsson
Elísabet Brynhildardóttir
Ingvar Högni Ragnarsson
Katla Rós
Klængur Gunnarsson
Lilja Birgisdóttir
Loji Höskuldsson
Ragnar Már Nikulásson
Selma Hreggviðsdóttir
Sindri Snær S. Leifsson
Þórgunnur Oddsdóttir

Sýningin verður opnuð kl. 15 á laugardaginn. Svo kemur kveldúlfur í mannskapinn og kl. 21 hefst dagskrá með tónlist og gjörningum í verksmiðjunni. Meðal listamanna sem þar koma fram eru Unnur Andrea Einarsdóttir og hljómsveitin Indigo. Og sviðið verður opið fyrir þá sem vilja troða upp.

Sýningin Kveldúlfur – sjónsuða stendur yfir frá 30. júlí til 21. ágúst 2011.
Nánari upplýsingar um sýninguna veitir Selma Hreggviðsdóttir í síma 868 9720

Verksmiðjan á Hjalteyri er opin um helgar milli klukkan 14 og 17.

Um sýninguna:
Það er Verslunarmannahelgi og við leggjum land undir fót, nokkrir myndlistarmenn og hönnuðir með svefnpoka, dýnur og fullan haus af hugmyndum.

Þó ekki svo fullan að það sé ekki pláss fyrir eins og eina Hjalteyri þar.

Hún þarf að komast inn í höfuðið líka.
Það er mikilvægt.

Við mætum á staðinn, grúskum og sjóðum. Hver og einn með sína verksmiðju í höfðinu. Og við vinnum líka saman. Samskipti verða efniviður.

Svo kemur í okkur kveldúlfur. Við bjóðum fleirum að taka þátt. Sláum upp hátíð þegar kvöldar með tónlist og guð má vita hverju.

Uppi á palli, inn í tjaldi, vonandi skemmtiði ykkur vel.


Menningarráð Eyþings, Hörgársveit, Ásprent, Tengir, Norðurorka og Kaldi styrkja Verksmiðjuna á Hjalteyri.