6/14/10

Dieter Roth Akademían í Verksmiðjunni á Hjalteyri 5. og 6. júní 2010.

Dieter Roth Akademían (DRA), var stofnuð í minningu Svissnesk/þýska listamannsins Dieter Roth í maí árið 2000, tveimur árum eftir að hann lést.
Upphaflega voru það vinir, samstarfsmenn og fjölskylda Dieter Roth sem komu saman og ákváðu að láta hugmyndir hans um akademíu verða að veruleika. Samtök eða félagsskap þar sem listamenn og annað gott fólk kæmi saman, sýndu verkin sín, hjálpuðust að, miðluðu þekkingu og létu almennt gott af sér leiða.
Stofnendurnir/prófessorarnir bjóða öðrum listamönnum þátttöku ýmist sem nemendum eða prófessorum, allt eftir reynslu þeirra og þekkingu.
Akademían er ekki stofnun og hefur engan rekstur og enga skriffinnsku. Það má kalla það fyrstu lexíuna í akademíunni að alla skipulagningu og pappírsvinnu sem fylgir því að komast í samband við prófessorana víða um heim verða nemendur að sjá um sjálfir.
Í dag eru nokkrir tugir meðlima í DRA. víða um Evrópu, í Kína, Ungverjalandi, Íslandi og Nýju Mexíkó, sem hittast árlega og halda ráðstefnu um listir.
Samfara ráðstefnunum eru myndlistasýningar, fyrirlestrar, gjörningar og listasmiðjur. Þungamiðjan í öllu saman eru verk Dieter Roth, heimspeki hans og lífskraftur.

Dieter Roth kom eins og stormsveipur inn í heim íslenskrar menningar í lok 6. áratugarins þegar hann settist að í Reykjavík ásamt barnsmóður sinni Sigríði Björnsdóttur.
 Dieter tók að sér að kenna við Myndlistaskólann í Reykjavík fyrir tilstilli Ragnars Kjartanssonar myndhöggvara sem þá var skólastjóri. Starf Dieters við skólann hafði mikil áhrif á þá listamenn og kennara við skólann sem kynntust honum og hugmyndum hans.

Áhrifa verka og hugmynda Dieters Roth á Íslandi urðu margvísleg og afgerandi,
ekki síst ásviði myndlistar og hönnunar. Sér raunar ekki fyrir endann á þeim
áhrifum, eins og kom fram í því að á Listahátíð í Reykjavík 2005 var sérstök
áhersla á samtímamyndlist. Ber þar helst að nefna viðamikla sýningu á verkum
Dieter Roth í þremur listasöfnum; Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Íslands og
Gallerí 100° en sýningin þar var í samvinnu við Nýlistasafnið.

Svissnesk/þýski listamaðurinn Dieter Roth átti heimili sitt á Íslandi frá sjötta áratug síðustu aldar. Svo vill til að hann starfaði um tíma hjá prentsmiðju Odds Björnssonar á Akureyri, en Oddur var ættingi Sigríðar eiginkonu Dieters og barnsmóður.

Dieter Roth akademían á sér sterkar rætur á Íslandi og hefur fjölmörgum nemendum verið boðin þátttaka. Árlega fer Listaháskóli Íslands með nemendur í vinnubúðir á Seyðisfjörð undir leiðsögn Björns Roth og Kristjáns Steingríms Jónssonar. Öllu því fólki býðst þátttaka.

Verksmiðjan á Hjalteyri hefur boðið DRA. að halda sína 11. ráðstefnu og sýningu, 5. júní – 18. júlí 2010.
Verksmiðjan er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14.00 - 17.00
www.verksmidjan.blogspot.com
www.facebook.com/pages/Verksmidjan-a-Hjalteyri/92671772828?ref=ts


Fyrir allar nánari upplýsingar hafið samband við

Aðalheiði S. Eysteinsdóttur í síma 865 5091, fyrir norðan adalheidur@freyjulundur.is

Björn Roth í síma 894 0007, er í Reykjavík þriðjudag og fyrripart miðvikudags.

Jan Voss, í Amsterdam, sími 003120-6390507, boewoe@xs4all.nl

Laugardagur 5. júní
kl.14.00-17.00 opnun sýningar Dieter Roth akademíunnar.
kl. 14.30 Uppákoma - Halldór Ásgeirsson - Hraunbræðsla.

kl. 15.30 Uppákoma – Martin Engles - Leiklestur.


Sunnudagur 6. júní
kl. 14.00 Erindi - Vilborg Dagbjartsdóttir- Kynni af Roth fjölskyldunni.
kl. 15.00 Gunnhildur Hauksdóttir – uppákoma.
kl. 16.00 Ráðstefna DRA.


Þáttökulisti DRA

Elín Anna Þórisdóttir
Ann Noël
Malcom Green
Birta Jóhannesdóttir
Karl Roth
Solveig Thoroddsen
Þórarinn Ingi Jónsson
Jeannette Castioni
Harpa Björnsdóttir
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
Magnús Árnason
Finnur Arnar
Gunnhildur Hauksdóttir
Arnar Ómarsson
Andrea Tippel
Erika Streit
Rut Himmelsbach
Rúna Þorkelsdóttir
Henriëtte Van Egten
Jan Voss
Sigríður Björnsdóttir
Dadi Wirz
Kristján Guðmundsson
Björn Roth
Oddur Roth
Þórarinn Blöndal
Íris Ólöf Sigurjónsdóttir
Sigríður Torfadóttir Tulinius
Martin Engler
Vilborg Dagbjartsdóttir
Gunnar Már Pétursson
Martijn Last
Gunnar Helgason
Avanti Ósk Pétursdóttir
Pétur Kristjánsson
Eggert Einarsson
Beat Keusch
Gertrud Otterbeck
Reiner Pretzell
Einar Roth
Steinunn Svavarsdóttir
Þórunn Svavarsdóttir
Halldór Ásgeirsson
Aðalheiður Borgþórsdóttir
Ásgeir Skúlason